Leitað að íþróttamanni ársins í Rangárþingi ytra árið 2011

Íþrótta- og tómstundanefnd Rangárþings ytra óskar eftir tilnefningum vegna kjörs íþróttamanns ársins 2011.

Tilnefna má fleiri en einn frá hverju félagi og skal fylgja stutt umsögn með.  Í fyrra var sá háttur hafður að tilkynnt var um val á íþróttamanni ársins í febrúar en bikarinn var afhentur á Töðugjöldum.  Hekla Katharína Kristinsdóttir var kjörin íþróttamaður Rangárþings ytra árið 2010.

Vinsamlegast skilið inn tilnefningum á netfangið omargret@simnet.is í síðasta lagi 20. mars 2012. 

Með von um góð viðbrögð.

Kveðja,
Ómar Helgason, formaður Íþrótta- og tómstundanefndar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?