Liðið okkar er klárt!

Lið Rangárþings ytra í spurninga- og skemmtiþáttinn Útsvar hefur verið myndað. Keppendur fyrir okkar hönd verða þau Hreinn Óskarsson skógarvörður í Odda, Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri á Hellu og Harpa Rún Kristjánsdóttir háskólanemi frá Hólum við Heklurætur. Þau munu mæta Dalvíkingum í sjónvarpssal þann 3. október næstkomandi.

Áfram Rangárþing ytra!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?