15. september 2025
Lífsgæðadagurinn í Rangárþingi verður haldinn í íþróttahúsinu á Hellu 21. september næstkomandi á milli 11 og 13.
Þar munu íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar kynna lífsgæða- og virkniúrræði sem eru í boði í Rangárþingi ytra og eystra.
Lífsgæðadagurinn er hluti af íþróttaviku Evrópu - #BEACTIVE sem stendur til 30. september.
Fjölmargir viðburðir verða í boði í tilefni íþróttavikunnar og hvetjum við íbúa til að kynna sér málið og taka þátt.
Hér fyrir neðan má finna lista viðburða - FRÍTT er á alla viðburði!
- 21. september kl. 11: Lífsgæðadagurinn í Rangárþingi - kynningar og spjall í íþróttahúsinu á Hellu frá kl. 11-13
- 21. september kl. 13: Næring á mannamáli - Elísa Viðarsdóttir næringarráðgjafi heldur fyrirlestur um grunnatriði næringar í íþróttahúsinu á Hellu sunnudaginn 21. september kl. 13.
- 21. september kl. 16:30: Heilsuganga og jóga í Þykkvabæ
- 25. september kl. 18: Okið undan sjálfum mér - Björgvin Franz Gíslason heldur fyrirlestur um það hvernig hann umbreytti eigin vinnubrjálæði í innri ró og raunverulega starfsánægju. Kl. 18 í safnaðarheimilinu á Hellu, Dynskálum 8.
- 26. september kl. 16:30: Þín hleðsla - Hreyfing, svefn, stjórn/óstjórn, áskoranir, félagsleg tengsl. Margrét Lára Viðarsdóttir sálfræðingur og íþróttafræðingur og Einar Örn Guðmundsson sjúkraþjálfari halda fyrirlestur í safnaðarheimilinu á Hellu, Dynskálum 8 kl. 16:30.
- 28. september kl. 17: Máttur andardráttarins og jóga Nidra. Kynning á öndun og jóga í Menningarsalnum á hellu, Dynskálum 8.
Dagskráin í heild sinni:
