Listahátíðin Hugverk í Heimabyggð

Á listahátíðinni Hugverk í heimabyggð verða settar upp vinnustofur listamanna þar sem áhorfandinn getur fylgst með ferli vörunnar frá hráefni til söluvöru sem síðan er hægt að kaupa af listamanninum sjálfum. Tónlistarmenn stíga á stokk og flytja eigin lög og eða texta.

Listahátíðin er á vegum nýstofnaðs félags fólks í skapandi greinum í Rangárvallasýslu „Hugverk í heimabyggð“. Meðlimir félagsins fást við list af ýmsu tagi t.d tónlist, gestaþrautir, fatahönnun, myndlist, nytjalist úr hreindýrshornum,glerlist og skartgripagerð.

Listahátíðin Hugverk í Heimabyggð. 
Staðsetning: Hellubíó Hellu. 
Dagsetning: 5. apríl 
Tímasetning: kl 10:00 -16:00 

Nánar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?