Listanámskeið hefjast á Hellu í janúar

Portúgalska listakonan Madalena Abreu ætlar að bjóða upp á listanámskeið fyrir krakka og unglinga á Hellu frá og með janúar næstkomandi. Kennt verður á bókasafninu á Hellu á miðvikudögum.

Áhugasöm geta haft samband við Madalenu með því að senda tölvupóst á madalenasimoesabreu@gmail.com eða með því að ganga í Facebook-hóp foreldra með því að smella hér.

Youth Art Studio kallast námskeiðið sem verður kennt á ensku þar til Madalena nær enn betri tökum á íslensku.

Svona lýsir hún námskeiðinu:

„Throughout the year, children will develop creativity, confidence, and perseverance as they explore multiple art techniques, guided in a small-group setting of 8 children per class to keep the group focused. Classes will be in English for now, with plenty of visual demonstrations and guidance to support understanding while I continue learning Icelandic.“