Berglind Kristinsdóttir eigandi Litlu Lopasjoppunnar.
Berglind Kristinsdóttir eigandi Litlu Lopasjoppunnar.

Litla lopasjoppan á ekki að hafa farið framhjá neinum sem fer í gegnum hringtorgið á Hellu en þar er virkilega skemmtileg gjafavöruverslun.

Markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins heimsótti Berglindi Kristinsdóttur eiganda Litlu Lopasjoppunar á dögunum.

Litla Lopasjoppan á Hellu byrjaði sem verslun með lopa og íslenskt handverk en hefur í dag þróast út í að vera gjafavöruverslun, þó með gríðarlega gott úrval af lopa, garni og lopavörum

Litla Lopasjoppan hóf starfsemi sína 2014, þá í minna húsnæði við jaðarinn á Hellu og þá eingöngu með handverk og lopapeysur. 15. mars 2019 opnaði svo búðin í nýju húsnæði þar sem áður var Mosfell. Jafnt og þétt hefur bæst við úrvalið eftir eftirspurn og í dag er hægt að fá ritföng, gjafavörur, handverk, leikföng, bækur, skartgripi, tækifæriskort, lopavörur og að sjálfsögðu lopa og garn.

Þú þarft ekki að leita lengra, jólagjöfin fæst án nokkurs vafa í Litlu Lopasjoppunni.

Litlu Lopasjoppuna er að finna á Facebook.

Fleiri fréttir og umfjallanir um fyrirtæki í Rangárþingi ytra má nálgast í nýjasta fréttabréfi sveitarfélagsins.

Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu Rangárþings ytra.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?