Ljósleiðaraverkefni - umsóknir streyma inn

Mikið hefur borist af umsóknum um þátttöku í ljósleiðaraverkefninu í þessari viku og margir að hringja og koma og leita frekari upplýsinga. Það virðist því stefna í góða þátttöku í þessu mikilvæga verkefni. Þeir sem eiga eftir að ganga frá umsókn eru hvattir til að koma henni á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 15. júlí.

Undir hnappinum "Ljósleiðari" hér til vinstri á síðunni eru margvíslegar upplýsingar og m.a. umsóknareyðublöð um þátttöku í ljósleiðaraverkefninu en áhugasamir eru hvattir til að skila inn umsókn fyrir 15. júlí n.k. en þá er miðað við að niðurstaða um þátttöku liggi fyrir. Þar með liggur umfang verkefnisis fyrir og útboð í lagningu á kerfinu verður framkvæmt í kjölfarið.  Umsóknareyðublaði má skila á skrifstofu sveitarfélagsins. 

E-1 Umsókn um ljósleiðara vegna fyrirhugaðrar lagningu á ljósleiðarakerfi í Rangárþingi ytra 

E-2 Umsókn um ljósleiðara vegna fyrirhugaðrar lagningu á ljósleiðarakerfi í Rangárþingi ytra - sumarhús og aðrar byggingar

Hægt er að leita frekari upplýsinga með því að hafa samband skrifstofu sveitarfélagsins eða við verkefnastjóra verkefnisins, Guðmund Daníelsson, með tölvupósti á netfangið6184411@gmail.com eða í síma 618-4411.  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?