Lok hreyfiviku UMFÍ

Hreyfivika UMFÍ fór fram dagana 21 .- 27. september sl. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Sundkeppni sveitarfélaganna var hluti af hreyfivikunni og syntu íbúar í Rangárþingi ytra fyrstir í mark.

Eftirfarandi barst frá UMFÍ: "Úrslit liggja fyrir í sundkeppni sveitarfélaganna.Og Rangárþing ytra (Hella) sigraði með glæsibrag. Íbúar þar syntu samtals 311,5km sem gera 375m á hvern íbúa. Í öðru sæti er Rangárþing eystra (Hvolsvöllur) með 279m á hvern íbúa og í þriðja sæti eru íbúar í Hrísey með 250,5m á hvern íbúa. 

Hvað varðar samanlagða synta kílómetra þá syntu íbúar á Akureyri samtals 458km og Rangárþing ytra kom næst með 311,5km.

Ungmennafélag Íslands þakkar Fjallabyggð og Norðurþingi fyrir þessa góðu hugmynd og að deila henni með okkur."

 

 

En heildarstaðan var svona:

Úrslit úr sundkeppni sveitarfélaganna

1.    Rangárþing ytra (Hella) 375m á hvern íbúa. Samtals 311,5km.

2.    Rangárþing eystra (Hvolsvöllur) 279m á hvern íbúa. Samtals 260,5km.

3.    Hrísey 250,5m á hvern íbúa. Samtals 43km.

4.    Skútustaðarhreppur 189m á hvern íbúa. Samtals 74.6km.

5.    Dalvíkurbyggð 179m á hvern íbúa. Samtals 245km.

6.    Þingeyri 174m á hvern íbúa. Samtals 44km.

7.    Húnaþing 137m á hvern íbúa. Samtals 75km.

8.    Blönduós 95m á hvern íbúa. Samtals 75km.

9.    Fjallabyggð 76m á hvern íbúa. Samtals 152km.

10.  Seyðisfjörður 55,5m á hvern íbúa. Samtals 35km.

11.  Snæfellsbær 51m á hvern íbúa. Samtals 50km.

12.  Norðurþing 50,8m á hvern íbúa. Samtals 111km.

13.  Hornafjörður 48,6m á hvern íbúa. Samtals 81km.

14.  Skagafjörður 46m á hvern íbúa. Samtals 117km.

15.  Fljótsdalshérað 44m á hvern íbúa. Samtals 102km.

16.  Eskifjörður 43,7m á hvern íbúa. Samtals 44,8km.

17.  Bolungarvík 41m á hvern íbúa. Samtals 37,5km.

18.  Stykkishólmur 38m á hvern íbúa. Samtals 41,8km.

19.  Hveragerði 35m á hvern íbúa. Samtals 83,5km.

20.  Þorlákshöfn 31m á hvern íbúa. Samtals 45,5km.

21.  Árborg 30m á hvern íbúa. Samtals 205km.

22.  Garður 28m á hvern íbúa. Samtals 40km.

23.  Akureyri 25,6m á hvern íbúa. Samtals 458km.

24.  Sandgerði 24m á hvern íbúa. Samtals 37km.

25.  Akranes 17m á hvern íbúa. Samtals 115,5km.

26.  Strandabyggð 16,5km á hvern íbúa. Samtals 5,5km.

27.  Grímsey 16,4m á hvern íbúa. Samtals 1.250m

28.  HNLFI sundlaug Hveragerði 13,3m á hvern íbúa. Samtals 32km.

29.  Grindavíkurbær 13m á hvern íbúa. Samtals 39km.

30.  Langanesbyggð 5,2m á hvern íbúa. Samtals 2,6km.

31.  Vestmannaeyjar 4,6m á hvern íbúa. Samtals 20km.

32.  Sundhöll Reykjavíkur 3m á hvern íbúa (póstnúmer 101). Samtals 48km.  

*Miðað er við fjölda íbúa í hverjum í byggðarkjarna

frá Hagstofu Íslands og synta metra samtals.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?