Mynd frá gönguhóp á Gíslholtsfjalli.
Mynd frá gönguhóp á Gíslholtsfjalli.

Nú í september mánuði hefur Rangárþing ytra tekið þátt í lýðheilsuverkefni Ferðafélags Íslands undir slagorðinu "lifum og njótum!". Farið hefur verið í fjórar göngur og var gengið um Gunnlaugsskóg, á Gíslholtsfjall, frá Djúpósstíflu með Ytri Rangá og loks frá Hellu að Ægissíðufossi.

Göngustjórar í þessum göngum eiga mikla þökk fyrir sitt framlag sem gerði þetta verkefni að veruleika.

Íþrótta- og tómstundanefnd
Rangárþingi ytra

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?