26. maí 2025
Vakin er athygli á breytingu deiliskipulags vegna lýsingar við nýja gervigrasvöllinn á Hellu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur samþykkt að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi.
Breytingin felur í sér að í stað sex 9,5 metra hárra ljósmastra koma fjögur 21 metra há ljósmöstur. Með því að hækka möstrin verður lýsingin nákvæmari og varnar glýju í nágrenninu.
Hér fyrir neðan má sjá breytinguna í heild sinni og skoða teikningar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

