Malbikun framundan á Hellu

Næstu tvær vikurnar verður unnið að malbikun á Hellu - undirbúningur hefst í þessari viku og í næstu viku verður malbikað.

Um er að ræða Suðurlandsveg frá Stracta Hóteli að Sleipnisflötum og göturnar Lyngöldu, Kjarröldu og Guðrúnartún.

Mikilvægt er að íbúar viðkomandi gatna passi að göturnar séu auðar á þessu tímabili og leggi bílum ekki á þeim.

Athugið að aðgengi getur verið takmarkað meðan á framkvæmdum stendur. Reynt verður að hraða verki eins og kostur er á og beðist er velvirðingar á öllum óþægindum.