Matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa Rangárþings ytra

Mynd sem sýnir staðsetningu Matjurtagarðanna
Mynd sem sýnir staðsetningu Matjurtagarðanna

Rangárþing ytra vill vekja athygli á að austan megin við Síkið við Gunnarsholtsveg geta áhugasamir íbúar sér að kostnaðarlausu afmarkað sér reit og ræktað grænmeti. Búið er að tæta reitina og þeir því tilbúnir til notkunar.

Hvernig skal bera sig að ?

  1. Fara á staðinn
  2. Finna lausan garð sem búið er að tæta
  3. Afmarka hann með lágum staurum og bandi
  4. Gæta þess að hafa göngubraut á milli garða
  5. Merkja sér reitinn
  6. Setja niður
  7. Hirða svæðið yfir sumartímann og njóta uppskerunnar

Við minnum á að ganga þarf vel um svæðið og virða aðra garða. Í lok sumars þurfa þeir sem nýta svæðið að fjarlægja allt rusl af svæðinu svo það sé tilbúið fyrir tætingu næsta árs.

Nánari upplýsingar veitir Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra í s: 4875284.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?