Frá viðurkenningarathöfn. f.v. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra, f.h. Meltu Hrefna …
Frá viðurkenningarathöfn. f.v. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra, f.h. Meltu Hrefna Björg Gylfadóttir, Björk Brynjarsdóttir og Julia Brennar ásamt Magnúsi H. Jóhannssyni formanni Umhverfis, Samgöngu og Hálendisnefndar.

Í tilefni dags íslenskrar náttúru 16. sept, var Meltu ehf. veitt umhverfisviðurkenningu Rangárþings ytra árið 2023.

Melta, áður Jarðgerðarfélagið, hefur unnið með Sorpstöð Rangárvallasýslu í nokkur ár við að þróa nýja aðferð við meðhöndlun og vinnslu lífræns heimilisúrgangs. Aðferðin byggir á gerjun efnisins við súrefnisfirrtar aðstæður með s.k. Bokashi aðferð sem er talsvert ólík hefðbundinni moltugerð. Björk Brynjarsdóttir og Julia M. Brenner hafa leitt þessa vinnu, en fyrir utan aðferðina sjálfa, er markmið þeirra að fólk hugsi betur um þessa auðlind sem lífrænn heimilisúrgangur er og stuðli að heilbrigðri nýtingu efnisins í anda hringrásarhagkerfisins t.d. til uppgræðslu.

Öll samskipti um þróun verkefnisins og samstarf við íbúa hafa verið einstaklega jákvæð og með viðurkenningunni fylgja vonir um áframhaldandi samstarf og íslenskri náttúru til heilla.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?