Menningarráð Suðurlands auglýsir styrki til menningarmála

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftirfarandi styrki fyrir árið 2013:

a) verkefnastyrkir

b) stofn- og rekstrarstyrkir

Umsóknarfrestur rennur út 17. febrúar 2013

Stofn- og rekstrarstyrkir 2013

  • Sækja um Stofnstyrkir hér
  • Úthlutunarreglur stofn og rekstrarstyrkir 2013

Verkefnastyrkir 2013

  • Sækja um verkefnastyrki hér
  • Úthlutunarreglur 2013

Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi Suðurlands Dorothee Lubecki í síma 896-7511 eða á menning@sudurland.is

Vinsamlega athugið að við höfum tekið í notkun nýtt skráningar- og umsóknarferli fyrir umsóknir um styrki.  Þeir sem hyggjast sækja um þurfa fyrst að nýskrá sig á vefnum með því að fara á þessa slóð, http://www.sunnanmenning.is/wp-login.php?action=register.  Að nýskráningu lokinni skrá notendur sig inn og lenda þeir þá á stjórnborðsíðu sinni.  Til að fara aftur á vefinn er nóg að smella á Menningarráð Suðurlands hlekkinn efst vinstra megin í gráu slánni.  Þaðan er svo hægt að smella á þær umsóknir sem notendur hyggjast fylla út.  Kerfið geymir umsóknir sjálfkrafa, ekki þarf að vista þær sérstaklega en notendur verða auðvitað að passa uppá að vera ávallt skráðir inná vefinn til að skoða umsóknir sínar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?