Menningarsalnum á Hellu barst vegleg gjöf

Menningarsalnum á Hellu barst vegleg gjöf

Menningarsalnum á Hellu barst vegleg gjöf á tónleikum þann 8. nóvember sl. þegar Karlakór Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá og Samkór Rangæinga afhentu salnum nýjan flygil.  

Með nýju hljóðfæri festir Menningarsalurinn sig enn betur í sessi sem tónlistarhús en eldri flygill var orðinn ansi lasburða.

Oddasókn sendir kórunum sínar bestu þakkir fyrir gjöfina.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?