Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn í Laugalandsskóla

Eftirfarandi barst vefstjóra www.ry.is frá grunnskólanum á Laugalandi:

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti Laugalandsskóla í vikunni ásamt fylgdarliði. Sigurjón Bjarnason skólastjóri tók á móti hópnum og sýndi ráðherra skólahúsnæðið.  Nemendur í tónlistarvali skólans fluttu tvö atriði fyrir gestina og vöktu þau verðskuldaða lukku. Hljómsveit tónlistarvalsins skipa Sigurður Smári Davíðsson á gítar, Jónas Steingrímsson á trommur, Óttar Haraldsson á bassa ásamt söngkonunum Sigrúnu Birnu Pétursdóttur, Margréti Heiðu Stefánsdóttur og Guðbjörgu Viðju Antonsdóttur. Guðbjörg Viðja söng lagið Russian Roulette sem söngkonan Rihanna hefur gert vinsælt og  Margrét Heiða söng hið rómaða lag Knocking on Heavens Door með hljómsveitinni Guns´n Roses.  Flutningurinn var mjög góður og hrósaði ráðherra unglingunum í bak og fyrir. Illugi og fylgdarlið fengu einnig að sjá málmsmíðastofuna í notkun en þar voru þeir Daníel F. Steinarsson og Elvar Benediktsson að vinna að verkefnum sínum í aðstöðunni góðu sem við í Laugalandsskóla erum svo stolt af.

Þetta kemur frá á heimasíðunni www.laugalandsskoli.is

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?