Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn í Leikskólann Laugalandi

Eftirfarandi barst vefstjóra www.ry.is frá leikskólanum á Laugalandi:

Í gær 22. október kom menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson ásamt aðstoðarfólki sínu í heimsókn á Laugaland.  Sigurjón byrjaði á því að sýna þeim grunnskólann og síðan var beðið um að fá að skoða leikskólann í kjölfarið. Illugi stoppaði góða stund skoðaði húsnæði skólans og spurði spurninga varðandi starfið. Það var áhugavert að fá að ræða við hann um leikskólamál, leikskólakennaranám og kjaramál leikskólakennara.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?