Mikil tilhlökkun í augum nemenda við skólasetninguna á Laugalandi

Það voru hressir krakkar sem komu á skólasetninguna þann 29. ágúst í Laugalandsskóla.  Þar fengu allir sínar stundatöflur og hittu umsjónarkennarann sinn. Nemendur voru ekki síst glaðir yfir því að hitta hvern annan. Það er alltaf gott að fara af stað með gleði og tilhlökkun að leiðarljósi. Við sem störfum í skólanum hlökkum til samstarfs við bæði nemendur og foreldra á komandi starfsári.

Starfsfólk Laugalandsskóla

* af www.laugalandsskoli.is

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?