17. nóvember 2025
Grafið fyrir grunni nýja leikskólans á Hellu.
Jarðvinna við grunn nýja leikskólans á Hellu stendur nú yfir eins og tilkynnt var nýlega. Mikil umferð flutningabíla er til og frá svæðinu og óumflýjanlega hrynur nokkuð magn moldar og sands af pöllum bílanna á götur þorpsins.
Beðist er velvirðingar á þessu og íbúar beðnir um að sýna þolinmæði á meðan þetta stendur yfir.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar skafa göturnar reglulega og þegar verki lýkur verða göturnar sópaðar.
Áætlað er að verkið verði langt komið í lok þessarar viku.