Námskeið í sumar á vegum UMF Heklu

Íþrótta og tómstundanámskeið verður á Hellu frá  8.– 26. júní á virkum dögum kl. 8:00-12:00 fyrir krakka í 1.-7. bekk (árg. ´02-´08). Fjölbreytt dagskrá verður  í boði m.a. íþróttir, kofasmíði, sund, hjólreiðar, gönguferðir, leiklist, grillveisla o.fl.  Verð kr. 6.000 fyrir viku.  Verð kr. 13.000 fyrir 3 vikur ef greitt er við skráningu.  50% systkinaafsláttur.  Umsjónamenn námskeiðsins eru Þórunn Inga Guðnadóttir og Rúnar Hjálmarsson.  Skráning og greiðsla (enginn posi) fer fram í matsalnum í Íþróttamiðstöðinni á Hellu fimmtudaginn 4.6. kl. 17.00-19.00.  Þá er stefnt er að því að hafa námskeið  í 2 vikur í ágúst og eru áhugasamir beðnir um að láta vita um þátttöku.  Nánari upplýsingar hjá Guðmundi í síma 868-1188.

 

Fimleikanámskeið verður í Íþróttamiðstöðinn á Hellu í sex vikur frá 8. júní nk.  Æfingar verða tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15, kennt í 1,5 klst.  Verð kr. 5.000 og 50% systkinaaflsáttur.  Þjálfari verður meistaraflokkskeppandi og þjálfari frá fimleikadeild Gerplu Rakel Nathalie Kristinsdóttir.  Nánari upplýsingar og skráning er hjá Huldu í síma 695-1708.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?