Netaveiðiréttur laus til umsóknar

Rangárþing ytra auglýsir netaveiðrétt fyrir jarðirnar Merkihvoll, Réttarnes og Nefsholt II í Veiðivötnum lausan til umsóknar. Um er að ræða veiðirétt næstu þrjú veiðitímabil, þ.e.  fyrir árin 2017 til og með 2019.

Tilboðsgjöfum er bent á að skila inn tilboðum á skrifstofu Rangárþings ytra eða á netfangið ry@ry.is, merkt „Veiðiréttur“ fyrir 27. maí. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Rangárþings ytra mánudaginn 29. maí kl. 10. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu.

Ágúst Sigurðsson

sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?