Í miðjunni, Helga Fjóla Erlendsdóttir.
Í miðjunni, Helga Fjóla Erlendsdóttir.
 
Garpur/Hekla átti 12 keppendur á MÍ 11-14 ára í frjálsum um helgina. Voru þeir keppendur sterkir í 45 manna liði HSK, sem hafnaði í 2.sæti með 547,5 stig, hlutur Garps/Heklu var um 140 stig og á því okkar fólk mikið í þessum glæsilega árangri. Þá sigraði HSK liðið einnig flokka 13 ára pilta og 12 ára stúlkna.
 
Verðlaunahafar Garps/Heklu voru þau:
Kristófer Árni Jónsson, sem vann til þriggja bronsverðlauna. Í hástökki, stökk 1,51, í 600m, hljóp á 1:44,29 og í 60m grind, hljóp á 10,72.
Helga Fjóla Erlendsdóttir vann til fimm verðlauna. Varð Íslansmeistari í hástökki, stökk 1,41, langstökki, stökk 4,43 og var hluti af boðhlaupssveit HSK í 4x200m, hlupu á 2:10,59. Þá vann hún til silfurverðlauna í 60m hlaupi, hljóp á 9,15 og í kúluvarpi, kastaði 8,37m.
 
Að lokum þá var Kristinn Andri Sverrisson hluti af 4x200m boðhlaupssveit HSK sem hljóp á 1:58,60 og urðu Íslandsmeistarar.
 
Aðrir keppendur voru svo drjúgir í stigasöfnun fyrir sitt lið, en þetta eru svo sannarlega liðsafrek sem unnin voru um helgina.
 
Níu verðlaun, fjórir Íslandsmeistaratitlar, fullt af stigum og fullt af bætingum. Okkar fólk er svo sannarlega á flugi.
 
HÆRRA, LENGRA, HRAÐAR, ÁFRAM GARPUR/HEKLA!
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?