Njáluvaka í Rangárþingi

 21.–24. ágúst næstkomandi blæs nýstofnað Njálufélag til Njáluvöku í Rangárþingi. Mikið stendur til en það er Guðni Ágústsson, formaður Njálufélagsins og fyrrum þingmaður og ráðherra, sem á frumkvæðið að framtakinu.

Forsvarsmenn hátíðarinnar segja að markmið Njálufélagsins sé að hefja Brennu-Njáls sögu til þess vegs og virðingar sem henni ber í íslenskri bókmenntasögu og markar Njáluvakan upphaf þeirrar metnaðarfullu vegferðar.

Dagskráin er öll hin glæsilegasta eins og sjá má hér fyrir neðan. Við hvetjum fólk til að kynna sér málið og taka dagana frá. Brennureiðin og brennan á Gaddstaðaflötum við Hellu verður sérlega mikið sjónarspil og skemmtun sem hentar allri fjölskyldunni.

Hér er tengill á heimasíðu Njálufélagsins þar sem finna má nánari upplýsingar

Hér er tengill á facebook-síðu Njálufélagsins þar sem fylgjast má með gangi mála