Notum viðburðadagatalið öllum íbúum og hagsmunaaðilum til hagræðingar

Notum viðburðadagatalið öllum íbúum og hagsmunaaðilum til hagræðingar

Við viljum benda lesendum á viðburðadagatal sveitarfélagsins á heimasíðunni. Dagatalið er staðsett hér hægra megin á forsíðunni. Undir dagatalinu birtast næstu 5 viðburðir sem skráðir eru í kerfið. Viðburðir þurfa ekki að vera stórir til að komast á dagatalið og við hvetjum ykkur til að senda inn upplýsingar um viðburði stóra og smáa.

Sendið inn viðburði á tölvupóstfangið gunnar@ry.is

Hægt er að smella á nafn mánaða til að fá yfirlit yfir alla viðburði í viðkomandi mánuði, þetta er gott til að fá heildaryfirsýn t.d. þegar skipuleggja á viðburð. Þannig er hægt að forðast að viðburðir skarist svo að sem flestir geti mætt.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?