Númerslausar bifreiðar og vorhreinsun

Nokkuð er um að númerslausar bifreiðar og kerrur séu á almannafæri innan sveitarfélagsins. Af slíku getur skapast mengun og hætta auk þess sem ásýndin er miður falleg.

Í lok apríl verður gripið til notkunar álímingarmiða í samræmi við reglur heilbrigðiseftirlits Suðurlands um lóðahreinsun og númerslausar bifreiðar. Þar kemur m.a. fram að „Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti… að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum“.

Við hvetjum íbúa til að huga að þessu og fjarlægja það sem fjarlægja þarf áður en gripið verður til aðgerða.

Reglur heilbrigðiseftirlitsins má nálgast með því að smella hér.

 

Þjónustumiðstöðin vill einnig minna á að í byrjun maí stendur til að hefja götusópun. Tilkynningar þess efnis verða sendar út þegar þar að kemur og hvetjum við íbúa til að bregðast vel við og skapa rýmið sem þarf til að hægt sé að sópa allar götur vel og vandlega.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?