Ný heimasíða Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Eins og margir vita hefur Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu flutt sig um set og hefur nú aðsetur í Miðjunni á Hellu við Suðurlandsveg 1-3. Katrín Þorsteinsdóttir var ráðin í starf félagsmálastjóra í byrjun sumars og hefur hún m.a. staðið fyrir uppsetningu á nýrri heimasíðu félagsþjónustunnar. Slóðin á heimasíðuna er www.felagsmal.is.  Grunnupplýsingar um starfsemi félagsþjónustunnar eru áfram undir flipanum "Félagsþjónusta" á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?