Ný skoðanakönnun um Töðugjöld

Nú hefur ný skoðanakönnun verið sett í gang og verður hún í gangi næstu 2 vikur. Sú skoðanakönnun sem hafði verið í gangi um nágrannagæsluna var tekin niður um leið. Í nýrri skoðanakönnun er spurt hvort að fólk sé ánægt með fyrirkomulag Töðugjalda eins og það hefur verið undanfarið.

Hægt er að taka þátt í skoðankönnun með því að smella á viðeigandi takka undir Viðburðadagatalinu á hægri hluta síðunnar.

Í síðustu skoðanakönnun var spurt um hvort að áhugi væri á að nágrannagæslu yrði komið upp og hvort að vilji væri til að taka þátt í slíku verkefni. Niðurstöður voru á þessa leið:

  • Talin atkvæði voru 41 talsins. Hægt var að velja um svörin "já" eða "nei".
  • 33 svöruðu "Já" eða um 80%
  • 8 svöruðu "Nei" eða um 20%
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?