f.v. Dóróthea Oddsdóttir, Marta Gunnarsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, …
f.v. Dóróthea Oddsdóttir, Marta Gunnarsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Lárus Jóhann Guðmundsson og Sóley Margeirsdóttir.

Á myndina vantar Jónínu Lilju Pálmadóttir.
Á aðalfundi sem haldinn var í Rangárhöllinni í gærkvöldi var kosinn ný stjórn Hestamannafélagsins Geysis. Ólafur Þórisson formaður hestamannafélagsins til 12 ára hafði tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi formannssetu ásamt því að meðstjórnandi og tveir varamenn gáfu ekki kost á sér áfram. Kjósa þurfti því um formann, meðstjórnanda og tvo varamenn. Í framboði til formanns voru Eiríkur Vilhelm Sigurðarson og Sóley Margeirsdóttir.
 
Fundurinn var gríðarlega vel sóttur en um 130 manns voru mætt á fundinn og því greinilegt að mikill áhugi er á starfsemi félagsins. Talið er að þetta sé fjölmennasti aðalfundur félagsins allt frá stofnun 1949.
 
Stjórn Hestamannafélagsins Geysis er skipuð:
Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, formaður
Lárus Jóhann Guðmundsson, vara-formaður
Dóróthea Oddsdóttir
Guðmundur Björgvinsson
Marta Gunnarsdóttir
 
Í vara-stjórn
Jónína Lilja Pálmadóttir
Sóley Margeirsdóttir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?