Ný þjónustukort af sveitarfélaginu Rangárþingi ytra og Hellu eru komin!

Í vetur hefur verið unnið að því að setja saman þjónustulista og ný þjónustukort fyrir sveitarfélagið í heild sinni annars vegar og fyrir Hellu og nágrenni hins vegar, til upplýsinga fyrir viðskiptavini og aðra gesti og gangandi.

Kortin teiknaði Ómar Smári Kristinsson. 

Þjónustuaðilum í sveitarfélaginu er boðið að sækja tvær blokkir af hvoru korti á skrifstofu Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1-3, 2. hæð.

Hver blokk er með 50 kortum.

Opnunartími skrifstofu er mán-fim 09:00-15:00 og föstudaga 09:00-13:00.

Lokað á rauðum dögum.

Ábendingar um lagfæringar á kortunum má senda á eirikur@ry.is og þær verða lagaðar í næstu útgáfu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?