Nýr Markaðs- og kynningarfulltrúi

 

Ösp Viðarsdóttir hefur verið ráðin nýr Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, en það var samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi 22. nóvember síðastliðinn.

Ösp er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið DipNT gráðu í næringarvísindum og ráðgjöf frá Irish Institution of Nutrition and Health og sótt námskeið bæði í markaðssetningu á netinu og í skapandi skrifum. Hún hefur starfað sem þýðandi hjá Skopos síðastliðin fjögur ár þar sem hún sér m.a. um þýðingar markaðsefnis fyrir ýmis fyrirtæki. Áður starfaði Ösp hjá Heilsu ehf. í rúm tvö ár sem markaðsfulltrúi og verkefnastjóri heilsuvöru og hafði þar umsjón með vefsvæði, samfélagsmiðlum og greinaskrifum fyrirtækisins ásamt því að sjá um markaðs- og fræðsluefni, taka þátt í vöruþróun og vörukynningum, skipuleggja viðburði og halda námskeið. Þar áður starfaði hún hjá Mamma veit best ehf. í þrjú ár þar sem hún sinnti ýmsum verkefnum, m.a. umsjón og skrifum fyrir vef og samfélagsmiðla, almennum skrifstofustörf og afgreiðslu og ráðgjöf í verslun. Ösp ólst upp í sveitarfélaginu, er búsett þar og þekkir samfélagið vel.

Við óskum Ösp innilega til hamingju og mun hún hefja störf á nýju ári. 

Einnig viljum við þakka Eiríki Vilhelm vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?