Nýtt einkennismerki Grunnskólans á Hellu afhjúpað á skólasetningunni

Skólasetning Grunnskólans á Hellu fór fram föstudaginn 30. ágúst síða. Yngstu krakkarnir voru sérstaklega boðin velkomin og greina mátti mikla eftirvæntingu hjá þeim.

Við setninguna var einnig nýtt glæsilegt merki skólans afhjúpað og höfundar merkisins, mæðgurnar Hafdís Sigurðardóttir, Rebekka Rut og Sólbrá Sara Leifsdætur fengu viðurkenningarskjal og þakkir frá skólanum.

Rebekka Rut í 7. bekk og Sólbrá Sara í 6. bekk afhjúpuðu merki skólans.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?