Oddastefna 2016

Oddastefna var haldin hátíðleg á Stracta Hótel Hellu 21. maí s.l. þetta var í 24. skipti sem Oddastefna er haldin en hún hefur verið haldin árlega óslitið frá stofnun Oddafélagsins sem var 1. desember 1990. Frábær erindi voru á Oddastefnu í ár líkt og fyrri ár en nú var ákveðið að horfa enn meira heim í Odda. Ingibjörg Ólafsdóttir, sagnfræðingur, flutti erindi um sögu Odda og Oddaverja. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar fjallað um Snorra Sturluson og Þór Jakobsson, veðurfræðingur og f.v. formaður Oddafélagsins fór yfir sögu félagsins. Þá var tónlistarskóli Rangæinga með frábær tónlistaratriði og Þórhalla Þráinsdóttir kennari í Grunnskólanum á Hellu kynnti listasýningu sem nemendur úr Grunnskólanum á Hellu hafa sett upp við sparkvöllin um Sæmund fróða. Eftir formleg erindi var efnt til hugarflugs um framtíð Odda og Oddafélagsins og tókst það virkilega vel og komu þar fram margar frábærar hugmyndir, nánast allir voru sammála um það að sögu Odda þarf að gera sýnilegri þegar komið er í Odda og einnig að huga þurfi að undirbúningi fornleifarannsókna í Odda. Erindi Oddastefnu verða aðgengileg í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga, sem kemur út árlega.

Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Rangæinga

Farið var í hugarflug um framtíð Odda á Rangárvöllum og Oddafélagsins.

Ingibjörg Ólafsdóttir, sagnfræðingur, hélt erindi um sögu Odda á Rangárvöllum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?