Oddi bs auglýsir eftir starfsmönnum í leik- og grunnskóla

Á starfssvæði Byggðasamlagsins búa um 2000 íbúar en það eru sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur sem standa að Odda bs. 

Skóla- og fræðslumál eru einn þýðingarmesti málaflokkur sem sveitarfélögin annast og er í sífelldri þróun. Sveitarfélögin hafa lagt metnað sinn í rekstur skóla og margvíslega aðra fræðslustarfsemi og ver um það bil helmingi útgjalda sinna til þeirra mála. 

Starfsmenn óskast í eftirfarandi stöður:

Leikskólinn Laugalandi

Deildarstjóri (á eldri deild)
Kennara

Leikskólinn Heklukot

Deildarstjóra
Kennara

Laugalandsskóli

Umsjónarkennara á miðstigi
Kennara (íþróttir, enska, náttúrugreinar)
Skólaliða
Stuðningsfulltrúa
Aðstoðarmatráð

Grunnskólinn á Hellu

Kennara (m.a. stærðfræði á miðstigi og dönskukennsla)
Skólaliði

 

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Kennarar:
Leyfisbréf kennara samkvæmt núgildandi lögum

Stjórnunarstöður:
Reynsla af stjórnun

Á við um alla: 
Farsæl starfsreynsla
Góð samskipta- og samstarfshæfni
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Hæfni í mannlegum samskiptum
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Réttur áskilinn til þess að hætta við ráðningu eða auglýsa stöðuna að nýju. 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefdnar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Störfin henta öllum kynjum. Ef sótt er um á ákveðnum stað þá vinsamlegast tilgreinið það í umsókn. 

Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2023.

Hægt er að sækja um hér eða senda umsóknir og fyrirspurnir sendist á ry@ry.is eða í s: 4887000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?