Oddi bs. samþykkir lægri hækkun á gjaldskrá

Líkt og sveitarfélgið tilkynnti um nýlega hefur sveitarstjórn Rangárþings ytra tekið fyrir áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillögur ríkisstjórnarinnar vegna nýrra kjarasamninga og lýsti á síðasta fundi sínum vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir 2024 til að koma til móts við forsendur nýrra kjarasamninga.

Á síðasta fundi Odda bs. var tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir árið 2024 tekin fyrir og eftirfarandi bókað:

„Lögð fram og rædd tillaga að breytingum á gjaldskrá Odda bs. fyrir árið 2024 í kjölfar kjarasamninga á almennum markaði og stefnuyfirlýsingar ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillaga að breytingu á gjaldskrá sem samþykkt var 1. nóvember 2023 gerir ráð fyrir að fæðisgjöld hækki um 3,5% í stað 8%, dagvistargjöld í leikskóla hækki um 3,5% í stað 10% og gjöld fyrir skóladagheimili hækki um 3,5% í stað 9,8%. Lagt til að gjald fyrir hverjar 15 mín umfram 8 klst. vistun verði óbreytt frá upphaflegri gjaldskrá 2024.“

Tillagan var smþykkt samhljóða og taka breytingar á gjaldskránni  gildi frá og með 1. júlí 2024.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?