Óður til kindarinnar - Ode to the sheep

Maja Siska hefur sett upp sýningu á Hönnunarmars. Maja er tilheyrir Spunasystrum en það er hópur kvenna sem hittist reglulega á Brúarlundi í Landsveit og vinnur úr ull af íslensku kindinni. Sýningin stendur frá 24. mars - 9. apríl.

Sýning Maju Sisku er tileinkuð hinni íslensku sauðkind. Verkin á sýningunni eru öll unnin úr ull eða gæru, ullin er ýmist þæfð eða ofnin. Hún er spunnin, toguð og mótuð en þannig er látið reyna á fjölbreytileika hennar. Með notkun forna hefða í handverkinu nær listamaðurinn að tengjast fórtíðinni, fjárbúskapnum og ekki síst þjóðarsálinni. Sýningin óður til kindarinnar miðlar þakklæti fyrir afurðir hennar, fegurð og hugrekki.

Með því að smella hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?