Óheimil notkun á landi sveitarfélagsins

Undanfarið hefur borið á því að fólk noti landsvæði sveitarfélagsins án heimildar.

Vakin er athygli á að þeir sem eru að nýta land sveitarfélagsins til beitar eða annarrar notkunar þurfa að sækja um leyfi en að öðrum kosti fjarlægja búfénað og taka niður girðingar eða annað sem kann að hafa verið komið fyrir svo ekki þurfi að grípa til aðgerða.

Fyrirspurnir varðandi málið má senda á ry@ry.is