18. september 2025
Sinfoníuhljómsveit Suðurlands ásamt Gunna og Felix í safnaðarheimilinu á Hellu
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hélt tónleika fyrir nemendur í 2.–5. bekk í Rangárþingi ytra 15. september síðastliðinn. Tónleikarnir fóru fram í safnaðaheimilinu á Hellu og mætt voru nemendur og kennarar úr Grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla.
Þema tónleikanna var „öll sem eitt“ og fjölluðu lögin um að vinna gegn fordómum og áherslu á vináttu, kærleik og samkennd.
Gunnar Helgason og Felix Bergsson voru sveitinni til fulltingis og sáu um söng og kynningu.
Sinfoníuhljómsveit Suðurlands er skipuð 14 hljóðfæraleikurum og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Krakkarnir tóku virkan þátt í söngnum enda þekktu þau lögin og voru búin að æfa þau í tónmennt í skólanum.
Frábær heimsókn og mikilvæg skilaboð sem eiga alltaf við.
