Öllum íbúum 67 ára og eldri boðið til samtals

 

Rangárþing ytra og markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd sveitarfélagsins bjóða öllum íbúum 67 ára og eldri til samtals.

Hvenær: 25. nóvember kl. 15:00 – 17:00.

Hvar: Safnaðarheimilið á Hellu.

Fulltrúar í sveitarstjórn og nefndarfólk taka á móti gestum og verða reiðubúnir til að spjalla um hvað það sem brennur á íbúum.

Tónlistaratriði : Glódís Margrét Guðmundsdóttir, Gísella Hannesdóttir og Sigurður Matthías Sigurðarson.

Upplestur : Bjarni Harðarson segir frá Sæmundi bónda í Garðsauka og valkyrjunum dætrum hans.

Boðið verður upp á kaffihlaðborð í umsjón Kvenfélagsins Unnar.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?