Opið hús hjá félagsmiðstöðinni Hellinum

í dag verður opið hús í Félagsmiðstöðinni Hellinum fyrir foreldra og aðra velunnara. Félagsmiðstöðin er staðsett í kjallara Miðju og er gengið inn að aftan. Þá gefst gestum kostur á að skoða aðstöðuna og taka þátt í starfinu með krökkunum.

Opið hús hjá yngri kl.17-19

Opið hús hjá eldri kl.20-21 - en opnunartími fyrir eldri krakkana er kl.19:30-22:00.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Bestu kveðjur,

Björk & Brói.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?