Opið hús í íþróttahúsinu á Hellu í vetur

Opið hús í íþróttahúsinu á Hellu í vetur

Eins og síðustu vetur ætlar Ungmennafélagið Hekla að standa fyrir opnu húsi í Íþróttahúsinu á Hellu á föstudögum milli Kl: 16:00 og 17:30. Ekki verður um neina skipulagða dagskrá að ræða, heldur stendur til að foreldrar komi með börnin sín og eigi þau saman skemmtilegar stundir við íþróttaiðkun hverskonar.

Ekki er ætlast til þess að krakkar á skólaaldri mæti án foreldris eða umsjónarmanns, sem er eldri en 18 ára.

Verður þetta fólki að kostnaðarlausu. Við hvetjum nú fólk til að koma og hreyfa sig með börnunum sínum og hafa gaman af.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?