Opinn íbúafundur með innviðaráðherra

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins.
Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.

Suðurlandsfundurinn verður haldinn á  Hótel Selfossi 20. ágúst kl. 16:30.
Nánari upplýsingar og skráningartengil má finna með því að smella hér.