Opnun náms- og kennsluvers á Hellu

Opnun náms- og kennsluvers á Hellu

Mánudaginn 29. ágúst kl 17:00 verður nýtt náms- og kennsluver í kjallara Miðjunnar við Suðurlandsveg á Hellu formlega opnað.

Allir sem stunda nám af einhverju tagi á framhalds- og háskólastigi geta fengið aðgang að verinu.

Þeir sem sjá fyrir sér að geta nýtt þessa aðstöðu eru hvattir til þess að mæta á opnunina og kynna sér málið.

Fulltrúar frá Fræðslunetinu - símenntun á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands verða á staðnum og kynna þær námsleiðir sem verða í boði í vetur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?