Orðsporið - hvatningarverðlaun leikskólans

Óskað er eftir tilnefningum til Orðsporsins 2026, hvatningarverðlauna leikskólans.

Hægt er að senda inn tilnefningu til Orðsporsins 2026 hér. Frestur er til 2. febrúar.

Verðlaunin eru veitt árlega á Degi leikskólans, 6. febrúar, fyrir framúrskarandi skólastarf eða umbætur og þróun í menntamálum eða í kennsluháttum á leikskólastiginu.

Að Orðsporinu standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta- og barnamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli.

 

Eftirtaldir hafa fengið Orðsporið:

  • 2025 Leikskólinn Tangi
  • 2024 Leikskólinn Múlaborg
  • 2023 Hafnarfjarðarbær
  • 2022 Leikskólinn Aðalþing
  • 2021 Leikskólastigið
  • 2020 Ekki veitt
  • 2019 Seltjarnarnesbær
  • 2018 Hörgársveit
  • 2017 Framtíðarstarfið
  • 2016 Ásmundur Örnólfsson aðstoðarleikskólastjóri
  • 2015 Kópavogsbær og sveitarfélagið Ölfus
  • 2014 Okkar mál – þróunarverkefni
  • 2013 Súðavíkurhreppur / Kristín Dýrfjörð og Margrét Pála Ólafsdóttir