Orkusetur auglýsir styrki til kaupa á sólarsellum

Bæði fyrirtæki og einstaklingar geta nú sótt um styrki til kaupa á sólarsellum í gegnum Orkusetur Orkustofnunar.

Opið er fyrir umsóknir til 1. ágúst 2024 og sótt er um í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar.

Í forgangi við úthlutun styrkja eru:

  • Notendur utan samveitna
  • Notendur á dreifbýlistaxta
  • Notendur á rafhituðu svæði

Um samkeppnissjóð er að ræða. Við val á umsóknum er horft til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman. Styrkurinn nemur aldrei meira en 50% af efniskostnaði.

Bæði fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um styrkinn og ekki er nauðsynlegt að vera með lögheimilisskráningu eins og krafa er gerð um í föstum styrkjum Orkustofnunar í tengslum við umhverfisvæna orkuöflun.

Nánar má lesa um málið á vefsvæði Orskustofnunar með því að smella hér.

Úthlutunarreglur má nálgast hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?