Örnámskeið með Magnúsi Karel

Þann 4. október n.k. verður haldið örnámskeið fyrir sveitarstjórnarfólk og embættismenn í Rangárvallasýslu um atriði er lúta að fundahaldi í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélaganna. Örnámskeiðið verður haldið í hinu nýja námsveri í Miðjunni á Hellu frá kl. 16:30-19:00. Námskeiðið verður hlaðið fróðleik en líka skemmtun enda fyrirlesarinn þekktur fyrir allt annað en leiðindi. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir formenn og starfsmenn nefnda og stjórna á vegum sveitarfélaganna og að sjálfsögðu sveitarstjórnarfólk. Tilvalið tækifæri til að fræðast og ekki síður hittast og bera saman bækur. Magnús Karel Hannesson er þrautreyndur á þessu sviði en hann starfar nú sem sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á eirikur@ry.is sem fyrst.

 

Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?