Óskað eftir gömlum myndum frá Hellu

Sveitarfélagið vinnur nú að gerð hverfisskipulags sem felur einnig í sér húsakönnun á Hellu og í því felst að safna eldri myndum af húsum til heimildaskráningar.

Því biðlar sveitarfélagið nú til íbúa sem kunna að eiga eldri myndir af húsum í gamla þorpinu og væru til í að deila þeim með sveitarfélaginu til heimildaskráningar.

Hægt er að hafa samband varðandi málið með því að senda tölvupóst á jonragnar@ry.is eða hringja í síma 488700.

Einkum vantar myndir af eftirfarandi húsum en öllum myndum er tekið fagnandi:

  • Hrafnskálum 1 og 2
  • Þrúðvangi 25–39
  • Leikskálum 1
  • Hólavangi – öll hús

Með fyrirfram þökk fyrir góð viðbrögð.

Rangárþing ytra