Rafhleðslustöðin fyrir utan Miðjuna á Hellu.
Rafhleðslustöðin fyrir utan Miðjuna á Hellu.

Orkusalan gaf öllum bæjarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla. Með því er ætlunin að byggja upp net hleðslustöðva um land allt. Rangárþing ytra hefur nú sett upp sína stöð og er hún staðsett fyrir framan Miðjuna á Hellu. Þar geta allir þeir sem koma á rafbíl sett í samband og hlaðið sinn bíl. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?