Rafræn birting reikninga á island.is leysir bréfpóstinn af hólmi

Rangárþing ytra birtir nú alla reikninga rafrænt í pósthólfi á Island.is

Jafnframt verður hætt að senda út reikninga/greiðsluseðla á pappír.

Áfram verður í boði fyrir fyrirtæki og rekstraraðila að fá reikninga senda með rafrænni skeytamiðlun.

Allir reikningar frá og með 1.1.2024 birtast í pósthólfinu.

Ef þið lendið í vandræðum með að finna reikninga í pósthófinu eða viljið fá reikninga senda með rafrænni skeytamiðlun hafið þá samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 488 7000 eða á ry@ry.is

Þetta gildir líka um reikninga frá Byggðarsamlaginu Odda bs, Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, Húsakynni bs, Rangárljós, Sorpstöð Rangárvallasýslu og Tónlistarskóla Rangæinga.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?