Rallýbílar á ferðinni sunnudaginn 17. ágúst

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir 3 daga rallýi dagana 15.-17. ágúst. Hluti af því er keyrður á vegum í nágrenni Hellu og ein leið á torfærusvæðinu í Tröllkonugili og svo verður viðgerðahlé á planinu við Vörumiðlun um kl. 13:20 sunnudaginn 17. ágúst

Torfærusvæðið er keyrt kl. 13:00 17. ágúst og svo verður brunað beint í viðgerðarhlé á Hellu.

Öllum er velkomið að fylgjast með og hægt er að leggja á bílastæðinu við torfærusvæðið til að horfa á keppnina.

Einnig má koma á Vörumiðlunarplanið, fylgjast með viðgerðarhléinu og skoða bílana.