26. maí 2025
Auglýst er eftir rekstraraðila til að sjá um anddyri/sal Rangárhallar.
Rekstraraðili hefur salinn á leigu og sér um rekstur, þrif og umsjón í samráði við stjórn Rangárhallar. Salurinn er frátekinn fyrir viðburði félagsins (suðurlandsdeild, stórsýning á skírdag, æskulýðssýning) auk stærri funda sem ekki rúmast í smærri sal. Slíkir viðburðir verða tilkynntir með góðum fyrirvara.
Rekstraraðili hefur heimild til að nýta salinn til veitingareksturs sem og til útleigu, en þó með skilmálum sem settir verða í samráði við stjórn.
Samningur gildir frá 1. september 2025 og er gerður til eins árs.
Áhugasamir hafi samband við stjórn Rangárhallar á tölvunetfangi rangarhollin@gmail.com fyrir 15. júní 2025